Gestur hefur starfað með ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi auk erlendra stórfyrirtækja bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá hefur hann kennt leiðtogafærni fyrir Knattspyrnusamband Íslands og Skátahreyfinguna.
Gestur hefur sérstaklega þjálfað stjórnendur og teymi þar sem álag er mikið í flóknu umhverfi og komið að stefnumótun, stjórnkerfisbreytingum, teymisþróun og fleiru sem til þarf svo fyrirtæki og teymi gangi vel. Hann leggur áherslu á að þroska þá sem hann vinnur með að því marki að þeim gangi betur samhliða því að fá aukna ánægju út úr lífi og starfi. Hann hefur þjálfað stjórnendur stórfyrirtækja, stjórnmálamenn, íþróttamenn, viðskiptafólk og opinbera starfsmenn.