Gestur Palmason

Senior Practitioner

“Ég trúi því einlæglega að ákvarðanataka batni með auknum þroska, og að betri ákvarðanataka leiði af sér betri árangur á öllum sviðum mannlegs lífs. Minn metnaður er að þér og þínum gangi vel. Ég stuðla að þeirri velgengni með orku, innsæi og áskorun.”

Expert In: Leaders & Organisations
Style:
Direct, Challenging & Committed

Starfsferill

Gestur starfaði sem tónlistarmaður, strandvörður, vélsleðaleiðsögumaður og lífvörður áður en hann hóf 16 ára farsælan starfsferil í löggæslu. Í lögreglunni var hann meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra, stýrði aðkomu lögreglu að móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sinnti greiningum á skipulagðri brotastarfsemi og var hópstjóri í Smitrakningarteymi Sóttvarnalæknis- og almannavarna svo fátt eitt sé nefnt. Þá leiddi hann ýmis verkefni þvert á deildir, stofnanir og landamæri m.a. fyrir Evrópulögregluna Europol með eftirtektarverðum árangri. Hann hefur starfað fyrir Complete í Bretlandi frá árinu 2013, fyrst í hlutastarfi en síðan í fullu starfi samhliða því að reka íslenska arm félagsins.

“Ég trúi því einlæglega að ákvarðanataka batni með auknum þroska, og að betri ákvarðanataka leiði af sér betri árangur á öllum sviðum mannlegs lífs. Minn metnaður er að þér og þínum gangi vel. Ég stuðla að þeirri velgengni með orku, innsæi og áskorun.”

Gestur Palmason – Senior Practitioner

Gestur hefur starfað með ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi auk erlendra stórfyrirtækja bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá hefur hann kennt leiðtogafærni fyrir Knattspyrnusamband Íslands og Skátahreyfinguna.

Gestur hefur sérstaklega þjálfað stjórnendur og teymi þar sem álag er mikið í flóknu umhverfi og komið að stefnumótun, stjórnkerfisbreytingum, teymisþróun og fleiru sem til þarf svo fyrirtæki og teymi gangi vel. Hann leggur áherslu á að þroska þá sem hann vinnur með að því marki að þeim gangi betur samhliða því að fá aukna ánægju út úr lífi og starfi. Hann hefur þjálfað stjórnendur stórfyrirtækja, stjórnmálamenn, íþróttamenn, viðskiptafólk og opinbera starfsmenn.

Gestur lauk lögregluskólanum árið 2005, nýliðanámskeiði sérsveitar 2006 auk fjölmargra annara námskeiða tengdum löggæslu, mannauðsstjórnun, félagastuðningi og teymisvinnu. Gestur lauk markþjálfanámi frá Háskólanum í Reykjavík 2013 og PMD Stjórnendanámi frá sama skóla árið 2015. Þá lauk Gestur MBA námi við Háskóla Íslands 2022 og hlaut verðlaun fyrir lokaverkefni sitt.

Gestur hefur afar hlýja og fordómalausa nærveru og þú finnur fyrir því ef hann er á staðnum. Hann er greinandi og á auðvelt með að skilja aðalatriði frá aukaatriðum og framkalla skýrleika. Hann er húmoristi, hefur djúpt innsæi, á auðvelt með að raska viðteknum hugmyndum og venjum og sér vanalega nokkra leiki fram í tímann. Hann getur leitt, lóðsað og þjálfað, allt eftir því hvað tilefnið kallar á og á auðvelt með að fá fólk í lið með sér. Hann getur líka verið ákveðinn, fastur fyrir og skorað á hólm og á auðvelt með að hjálpa fólki að bera kennsl á og láta af mótstöðu við breytingar.

Vinna með Gesti

Endilega hafðu samband ef þig vantar frekari upplýsingar eða það er eitthvað sem ég get liðsinnt þér með:

Gestur Palmason

01794 524 384

office@complete-coherence.com

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Checkboxes